Episodes
Friday Dec 16, 2022
#13 - Sjónvarpslausir fimmtudagar - 16.12.2022
Friday Dec 16, 2022
Friday Dec 16, 2022
Stjórnlaus ríkisútgjöld staðfest í fjárlögum – Hærri gjöld og skattar – Starfsstétt lögð niður – Borgarlínan og samgöngur á höfuðborgarsvæðinu – jóladagatal RUV og stysta HM hornið til þessa.
Ríkisstjórnin setti fimm Íslandsmet hið minnsta með stjórnlausri útgjaldaaukningu ríkissjóðs, framtíðin fær að borga. Gjöld hækka, meðal annars hækkar tiltekinn kostnaður bænda um 173% sem kallar fram 100 milljón króna reikning sem lendir á þröngum rekstri bænda landið um kring.
Nýsamþykkt lög um leigubifreiðaakstur fá sitt pláss, en þar var leigubifreiðastjórum landsins rétt stutta stráið í boði formanns Framsóknarflokksins.
Borgarlínan og takmarkaðar framkvæmdir á stofnbrautum höfuðborgarsvæðisins fá sitt pláss, í samhengi við nýtilkominn áhuga fjármálaráðherra á að fjárfesta verulega í almenningssamgöngum. Verst ef það verður til ógagns.
Jóladagatal RUV og viðbrögð við þáttunum eru rædd undir lok þáttar.
Að endingu bíður HM-Sigmundur upp á stysta HM hornið til þessa.
Comments (0)
To leave or reply to comments, please download free Podbean or
No Comments
To leave or reply to comments,
please download free Podbean App.