Episodes
Thursday Jan 26, 2023
#16 - Sjónvarpslausir fimmtudagar - 26.1.2023
Thursday Jan 26, 2023
Thursday Jan 26, 2023
Fyrsti þáttur SLF á nýju ári – Útlendingamál – Sala aflátsbréfa – Slaufun og hatursorðræða
Fyrsta vika þingstarfa, að aflokinni tíðindalítilli nefndaviku, var undirlögð umræðu um útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra.
Eins og SDG lýsti því í framsöguræðu sinni, þá er frumvarpið nú orðið að „litla útlendingafrumvarpinu“ og „það er ekki lagt fram í fyrsta sinn, ekki í annað sinn, ekki þriðja sinn og ekki í fjórða sinn heldur í fimmta sinn; þetta ræksni, þetta útþynnta og örvinglaða frumvarp, þessi svokallaða málamiðlun milli skynsemishyggju og fullkominnar vitleysu, þetta sýnishorn yfirgefinna áforma umvafið afsökunum og kerfisflækjum, þessi uppgjöf.“
Sala aflátsbréfa orkufyrirtækjanna var rædd og sett í samhengi við belgíska tannlækninn sem vill „kolefnisjafna aksturinn á jeppanum sínum“. Fá regluverk kerfisins ganga jafn rækilega gegn yfirlýstum markmiðum sínum og aflátsbréfakerfið. Sigmundur Davíð og Bergþór ræða það og fleira sem tengist lofslagsmálum, svo sem lofslagsráðstefnuna í Egyptalandi, COP27 og það hvernig ályktanir slíkra funda verða til. Það er ekki girnileg pylsuframleiðsla.
Slaufunarmenningin og hatursorðræðunámskeið forsætisráðherra fá sitt pláss og margt fleira ber á góma.
Comments (0)
To leave or reply to comments, please download free Podbean or
No Comments
To leave or reply to comments,
please download free Podbean App.