Episodes
Friday Feb 03, 2023
#17 - Sjónvarpslausir fimmtudagar - 3.2.2023
Friday Feb 03, 2023
Friday Feb 03, 2023
Samgöngusáttmáli verður dýrari – 650% kostnaðarhækkun – Lindarhvoll og leyndarhyggjan – Litla útlendingamálið – Votlendissjóður – Ráðningastopp Reykjavíkurborgar
Sigmundur Davíð og Bergþór fara yfir helstu mál vikunnar.
Samgöngusáttmáli höfuðborgarsvæðisins hefur nú hækkað í verðmati um 50-60 milljarða og einn verkþáttur um 650% eða 15 milljarða (eina „Þjóðarhöll“).
Stjórnvöld halda áfram leyndarhjúpi yfir greinargerð setts ríkisendurskoðanda vegna Lindarhvols, en nú eru staðreyndir málsins farnar að komast í umræðu eftir aðalmeðferð í héraðsdómi í liðinni viku. Jafnt og þétt þrengir að forseta Alþingis hvað birtingu varðar.
Útlendingamálin hafa undirlagt þingstörfin þessa vikuna og gera það að líkindum eitthvað áfram. Útlendingamál dómsmálaráðherra hefur verið þynnt svo út síðan Sigríður Andersen lagði það fyrst fram að varla er hægt að kalla það annað en „litla útlendingafrumvarpið“. Nokkur orð um það.
Ponzi-Votlendissjóðurinn er ræddur og það hvernig lofslagsmálin eiga það til að leiða fólk (og fyrirtæki) út í mýri.
Krafa umhverfisráðherra um aukna birgðastöðu olíufélaga er kómísk í því ljósi að sami ráðherra vill banna rannsóknir á mögulegum olíuauðlindum innan íslenskrar lögsögu og ríkisstjórnin hefur þegar leitt í lög bann við nýskráningu bifreiða sem ganga fyrir bensíni og díselolíu.
Tilraunir Reykjavíkurborgar til að hætta ónauðsynlegum ráðningum virðast hafa runnið út í sandinn, kjaradeilur, þjóðarhöllin sem enginn veit hver á að borg eða reka, staðsetning nýja Landspítalans og margt fleira ber á góma.
Njótið!
Comments (0)
To leave or reply to comments, please download free Podbean or
No Comments
To leave or reply to comments,
please download free Podbean App.