Episodes
Thursday Apr 13, 2023
#25 - Sjónvarpslausir fimmtudagar - 13.4.2023
Thursday Apr 13, 2023
Thursday Apr 13, 2023
Fjármál Reykjavíkurborgar í ólestri – Fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar – Ríkisborgararéttur sem veittur er af Alþingi – Umframdauðsföll – Samvinnuverkefni í samgöngumálum uppi á skeri, plasttappar og margt fleira.
Sigmundur Davíð og Bergþór fara yfir mál málanna.
Helst í fréttum er að fjármál Reykjavíkurborgar eru orðin endanlega ósjálfbær, það vill enginn lána þeim pening og alls ekki þeir sem kaupa skuldabréf á markaði. Umræða um fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar mun halda áfram á mánudag og þriðjudag, útgjöld ríkissjóðs vaxa með stjórnlausum hætti, án þess að fólk finni á eigin skinni bætta þjónustu. Alþingi veitir ríkisborgararétt tvisvar á ári, hið minnsta, þar sem fólk er tekið fram fyrir röðina hjá Útlendingastofnun, nokkur orð um það furðufyrirkomulag. Umframdauðsföll í kjölfar COVID hafa komist í umræðuna. Það er nauðsynlegt að við sem þjóð leyfum okkur að læra af því sem vel var gert og sérstaklega af því sem verr var gert í gegnum heimsfaraldurinn. Þetta og margt fleira í stútfullum þætti.
Comments (0)
To leave or reply to comments, please download free Podbean or
No Comments
To leave or reply to comments,
please download free Podbean App.