Episodes
Friday Oct 28, 2022
#7 - Sjónvarpslausir fimmtudagar - 28.10.2022
Friday Oct 28, 2022
Friday Oct 28, 2022
Útlendingamál á Alþingi
Dómsmálaráðherra lagði fram frumvarp til breytinga á lögum um útlendinga í byrjun vikunnar. Þó að málið sé orðið mjög útþynnt frá því er það var fyrst lagt fram virðast stjórnarflokkarnir enn ekki allir tilbúnir til að styðja það. Sigmundur Davíð og Bergþór ræða málið og innbyrðis ósætti stjórnarflokkanna hvað það varðar.
Stórgott viðtal Egils Helgasonar við David Beasley í Silfrinu síðustu helgi bar á góma, en David er yfirmaður Matvælastofnunar Sameinuðu þjóðanna. Fæðuöryggi og möguleikar þess að nýta fjármuni betur og gera fleirum gagn á nærsvæðum fólks í neyð er hluti þess sem rætt var í viðtalinu og er krufið í dag.
Staðan í Sjálfstæðisflokknum hlaut að bera á góma. Fer Guðlaugur Þór á móti bjarna, hvers vegna núna og hvað ýtti ferlinu af stað? Umræðan kallaði fram „þið heyrðuð það fyrst hér“.
Ástandið í Íran, framganga RUV og kaup Elon Musk á Twitter eru svo rædd í alþjóðahorninu.
Comments (0)
To leave or reply to comments, please download free Podbean or
No Comments
To leave or reply to comments,
please download free Podbean App.