Episodes
Friday Nov 11, 2022
#9 - Sjónvarpslausir fimmtudagar - 10.11.2022
Friday Nov 11, 2022
Friday Nov 11, 2022
Útlendingamál – Lofslagsmál og Raunheimarof í Reykjavík
Sigmundur Davíð og Bergþór fara yfir það sem hæst bar í þinginu í vikunni. Í alþjóðahorninu er farið yfir kosningarnar í Bandaríkjunum.
Vikan í þinginu byrjaði á samtali Sigmundar Davíðs og dómsmálaráðherra um útlendingamál í kjölfar furðu veikrar ályktunar landsfundar Sjálfstæðisflokksins um síðustu helgi. Mælt var fyrir þingsályktun um að Alþingi biðji Geir H. Haarde afsökunar vegna landsdómsmálsins og svo endaði vikan á umræðum um lofslagsmál, þar sem í fullu hlutleysi má segja að sjónarmið Miðflokksins hafi verið þau skynsamlegustu sem sett voru fram.
Af öðrum málum var hroðaleg fjárhagsstaða Reykjavíkurborgar rædd og í því samhengi grein Bergþórs í Morgunblaðinu sem bar yfirskriftina „Raunheimarof í Reykjavík“. Lofslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna ber á góma og eitt og annað því til viðbótar.
Comments (0)
To leave or reply to comments, please download free Podbean or
No Comments
To leave or reply to comments,
please download free Podbean App.