Episodes
Monday Aug 23, 2021
Aðför að heilsu kvenna Erna Bjarnadóttir
Monday Aug 23, 2021
Monday Aug 23, 2021
Gestur Miðvarpsins í dag er Erna Bjarnadóttir hagfræðingur en hún skipar annað sæti á lista Miðflokksins í Suðurkjördæmi. Óhætt er að segja að Erna hafi komið með látum inn í kosningabaráttuna og vakið athygli fyrir skelegga og málefnalega umræðu. Erna hefur sérstaklega látið málefni heilbrigðiskerfisins til sín taka enda má segja að þar ríki ófremdarástand. Erna hefur verið í forystu hópsins „Aðför að heilsu kvenna“ sem var stofnaður fyrir rúmu hálfu ári síðan í kjölfar þeirra einstöku stöðu sem komin var upp í leghálsskimun kvenna sem er líklega eitthvert mesta hneyksli heilbrigðiskerfisins undanfarina áratugi. Á aðeins 16 dögum tókst að safna 5.440 undirskriftum á þremur tungumálum til að mótmæla stöðunni. Framan af þögðu fjölmiðlar um málið og enn í dag sleppur heilbrigðisráðherra við óþægilegar spurningar vegna þess. En ekki af hendi Ernu sem hér fer yfir þetta mál og annað það sem á bjátar í heilbrigðiskerfinu. Allt þetta má finna í spjalli Miðvarpsins við Ernu.
Comments (0)
To leave or reply to comments, please download free Podbean or
No Comments
To leave or reply to comments,
please download free Podbean App.