Episodes
Thursday Aug 26, 2021
Thursday Aug 26, 2021
Gestur Miðvarpsins í dag er Danith Chan sem situr í 2. sæti á framboðslista Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður. Danith ólst upp í Kína og Egyptalandi og flutti til Íslands árið 2000 eftir að hafa nám í Beijing í í Kína og kynnst þar íslenskum eiginmanni sínum. Hún hefur verið búsett hér á landi síðan og eiga þau tvö börn. Danith er með MBA gráðu frá Háskólanum í Reykjavík og meistaragráðu LLM frá Lagadeild Háskóla Íslands. Danith hefur fjölbreytta menntun og áhugaverðan bakgrunn en í dag starfar hún að ferðaþjónustu og hefur gert undanfarin ár og náð að byggja upp áhugaverðan ferðaskrifstofurekstur sem einkum þjónustar ferðamenn frá Asíu. Danith þekkir vel þær áskoranir sem steðja að rekstri lítilla og meðalstórra fyrirtækja hér á landi og telur að verulegra úrbóta sé þörf á regluumhverfi þeirra. Þá hefur hún sterkar skoðanir á rekstri heilbrigðis- og skólakerfisins hér á landi. Nauðsynlegt sé að framkvæma kerfisuppstokkun á mörgum þáttum starfsseminnar og hún telur rétt að stytta grunnskólastigið um eitt ár. Allt þetta og meira má finna í spjalli Miðvarpsins við Danith Chan.
Comments (0)
To leave or reply to comments, please download free Podbean or
No Comments
To leave or reply to comments,
please download free Podbean App.