Episodes
Tuesday Aug 03, 2021
Tuesday Aug 03, 2021
Gestur Miðvarpsins í dag er Ágústa Ágústsdóttir sem skipar fjórða sæti á lista Miðflokksins í Norðausturkjördæmi. Ágústa býr í Kelduhverfi og stundar ferðaþjónustu samhliða búrekstri. Hún er fædd og uppalinn í höfuðborginni en hefur valið að búa fjarri borginni og hefur gerst ein skeleggasti talsmaður landsbyggðarinnar í seinni tíð. Ágústa hefur meðal annars vakið athygli fyrir málflutning sinn gegn hálendisfrumvarpi umhverfisráðherra sem hún telur freklegt inngrip í lýðræðisvald sveitarfélaganna auk þess sem markmiðssetning frumvarpsins sé í skötulíki. Óhætt er að segja að Ágústa gjör þekki málið og hér fer hún rækilega yfir það. Óhætt er að hvetja þá sem vilja setja sig vel inn í þetta sérstaka mál að leggja við hlustir þegar Ágústa talar.
Comments (0)
To leave or reply to comments, please download free Podbean or
No Comments
To leave or reply to comments,
please download free Podbean App.