Episodes
Thursday Dec 01, 2022
#12 - Sjónvarpslausir fimmtudagar - 1.12.2022
Thursday Dec 01, 2022
Thursday Dec 01, 2022
Fullveldinu fagnað – Útgjaldasprengja í fjárlögum – Útlendingamál -Fyrirvari VG við lögreglufrumvarp dómsmálaráðherra – Pólitíska HM hornið.
Sigmundur óskar landsmönnum til hamingju með afmæli fullveldisins áður en Bergþór tekur til við að gagnrýna sprengingu í útgjöldum ríkissjóðs, sem nú stefna í að aukist um að minnsta kosti 180 milljarða á milli ára. Það er met bæði í milljörðum talið og hlutfallslega. Hvenær missti Sjálfstæðisflokkurinn tökin þegar kemur að ábyrgri fjármálastjórn? Er þetta verðmiði þess að vera með ríkisstjórn svona ólíkra flokka?
Hælisleitendaiðnaðurinn lætur ekki að sér hæða. Nú eru þeir sem mesta hagsmuni hafa af fjölgun þeirra sem hingað koma farnir að tala fyrir því að 5 þúsund umsækjendur um alþjóðlega vernd á ári sé nýja normið. Nýja gólfið. Staðan í þessum málaflokki er orðin stjórnlaus.
Nú hafa Vinstri grænir gert fyrirvara við lögreglufrumvarp dómsmálaráðherra og allt bendir til að afdrif þess máls verði þau sömu og útlendingafrumvarps sama ráðherra.
Í HM-horninu er svo farið í saumana á liðinni viku í Katar, þögn og söng Írana, hrakfarir Belga og furðufréttir íslenskra fjölmiðla af óeirðum þar í landi eftir tap þeirra gegn Marokkó.
Thursday Nov 24, 2022
#11 - Sjónvarpslausir fimmtudagar - 24.11.2022
Thursday Nov 24, 2022
Thursday Nov 24, 2022
Lofslagsbótasjóður ríku þjóðanna – Útlendingamál í ólestri og tvíræð skilaboð stjórnvalda – Skipulögð glæpastarfsemi - Pólitíska HM-hornið.
Sigmundur Davíð og Bergþór fara yfir það sem hæst bar í vikunni.
Bergþór fer yfir það furðuverk sem lofslagsbótasjóður Sameinuðu þjóðanna stefnir í að verða. 100 milljarðar Bandaríkjadala á ári settir í samhengi, hver má ætla að hlutur Íslands verði?
Enn senda stjórnvöld misvísandi skilaboð í útlendingamálum. Á sama tíma og fjármálaráðherra segir að ekki megi rugla saman útlendingamálum og vinnumarkaðsmálum leggur félagsmálaráðherra til sameiningu Vinnumálastofnunar og Fjölmenningarseturs.
Skipulagða glæpastarfsemi ber á góma og margt annað.
Í HM-horninu er svo farið í saumana á opnunardögum HM í Katar, furðuræðu forseta FIFA, sýndarmennskuna með fyrirliðabandið, undarlegar ákvarðanir þýskra og auðvitað eru úrslitin greind. Og Ronaldo, það má ekki gleyma Ronaldo.
Friday Nov 18, 2022
#10 - Sjónvarpslausir fimmtudagar - 18.11.2022
Friday Nov 18, 2022
Friday Nov 18, 2022
Lofslagskirkjan í Egyptalandi – 27. lokatilraunin til að bjarga heiminum frá dómsdegi – Salan á Íslandsbanka – Leynigestur og HM hornið
Sigmundur Davíð og Bergþór fara yfir það sem hæst bar í vikunni.
Bergþór var að skila sér til landsins eftir að hafa sótt COP27 – Lofslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Egyptalandi. Þar gerðu umræðustjórarnir grein fyrir því að þar og þá væri gerð 27. lokatilraunin til að bjarga mannkyni frá sjálfu sér og alltaf eru víst 6-10 ár í dómsdag að mati helstu sérfræðinga.
Skýrsla Ríkisendurskoðunar um sölu á hlutum ríkisins í Íslandsbanka er rædd og helstu álitaefni henni tengd.
Högni Elfar Gylfason, varaþingmaður í NV-kjördæmi, sem var inni á þingi á meðan Bergþór var erlendis, var gestur þáttarins, en hann hefur með þessari fyrstu viku sinni á þingi stimplað sig inn sem einn af afkastamestu varaþingmönnum í langan tíma.
HM-hornið var opnað og farið yfir það helsta sem áhugavert er á fyrsti dögum mótsins. Ronaldo var ekki ræddur í þetta skiptið.
Friday Nov 11, 2022
#9 - Sjónvarpslausir fimmtudagar - 10.11.2022
Friday Nov 11, 2022
Friday Nov 11, 2022
Útlendingamál – Lofslagsmál og Raunheimarof í Reykjavík
Sigmundur Davíð og Bergþór fara yfir það sem hæst bar í þinginu í vikunni. Í alþjóðahorninu er farið yfir kosningarnar í Bandaríkjunum.
Vikan í þinginu byrjaði á samtali Sigmundar Davíðs og dómsmálaráðherra um útlendingamál í kjölfar furðu veikrar ályktunar landsfundar Sjálfstæðisflokksins um síðustu helgi. Mælt var fyrir þingsályktun um að Alþingi biðji Geir H. Haarde afsökunar vegna landsdómsmálsins og svo endaði vikan á umræðum um lofslagsmál, þar sem í fullu hlutleysi má segja að sjónarmið Miðflokksins hafi verið þau skynsamlegustu sem sett voru fram.
Af öðrum málum var hroðaleg fjárhagsstaða Reykjavíkurborgar rædd og í því samhengi grein Bergþórs í Morgunblaðinu sem bar yfirskriftina „Raunheimarof í Reykjavík“. Lofslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna ber á góma og eitt og annað því til viðbótar.
Sunday Nov 06, 2022
#8 - Sjónvarpslausir fimmtudagar - 6.11.2022
Sunday Nov 06, 2022
Sunday Nov 06, 2022
Flokkarnir funda – Sjálfstæðisflokkur á villigötum í útlendingamálum
Síðan 7. þáttur Sjónvarpslausra fimmtudaga fór í loftið hafa þrír flokkar á þingi haldið stóra fundi. Um síðustu helgi hélt Miðflokkurinn flokksráðsfund á Egilsstöðum, Samfylkingin kaus sér nýja forystu og núna um helgina komu sjálfstæðismenn saman og héldu landsfund í fyrsta skipti í rúm fjögur ár.
Sigmundur Davíð og Bergþór ræða það sem hæst bar á fundunum og greina sérstaklega skilaboð landsfundar Sjálfstæðisflokksins hvað útlendingamál varðar. Áherslubreytingu hjá Samfylkingu, þar sem evrópuaðild og svokölluð „ný stjórnarskrá“ eru sendi í langtímageymslu.
Ótrúleg rekstarniðurstaða Reykjavíkur er rædd, en það er auðvitað sérstakt afrek hjá meirihlutanum í Reykjavík að tapa 15 þúsund milljónum á árinu.
Friday Oct 28, 2022
#7 - Sjónvarpslausir fimmtudagar - 28.10.2022
Friday Oct 28, 2022
Friday Oct 28, 2022
Útlendingamál á Alþingi
Dómsmálaráðherra lagði fram frumvarp til breytinga á lögum um útlendinga í byrjun vikunnar. Þó að málið sé orðið mjög útþynnt frá því er það var fyrst lagt fram virðast stjórnarflokkarnir enn ekki allir tilbúnir til að styðja það. Sigmundur Davíð og Bergþór ræða málið og innbyrðis ósætti stjórnarflokkanna hvað það varðar.
Stórgott viðtal Egils Helgasonar við David Beasley í Silfrinu síðustu helgi bar á góma, en David er yfirmaður Matvælastofnunar Sameinuðu þjóðanna. Fæðuöryggi og möguleikar þess að nýta fjármuni betur og gera fleirum gagn á nærsvæðum fólks í neyð er hluti þess sem rætt var í viðtalinu og er krufið í dag.
Staðan í Sjálfstæðisflokknum hlaut að bera á góma. Fer Guðlaugur Þór á móti bjarna, hvers vegna núna og hvað ýtti ferlinu af stað? Umræðan kallaði fram „þið heyrðuð það fyrst hér“.
Ástandið í Íran, framganga RUV og kaup Elon Musk á Twitter eru svo rædd í alþjóðahorninu.
Thursday Oct 20, 2022
#6 - Sjónvarpslausir fimmtudagar - 20.10.2022
Thursday Oct 20, 2022
Thursday Oct 20, 2022
Útlendingamál í brennidepli og ósætti milli stjórnarflokka
Útlendingamál og staðan á landamærum voru mál málanna þessa vikuna. Sigmundur Davíð og Bergþór fara í gegnum helstu atriði þeirrar umræðu. Rýna í stöðu frumvarps dómsmálaráðherra um breytingu á útlendingalögum og mögulega misnotkun á núverandi regluverki.
Málefni landbúnaðarins og óskýr skilaboð stjórnvalda til bænda landsins eru rædd. Andúð matvælaráðherra á innlendri kjötframleiðslu og frábær landbúnaðarsýning sem haldin var í Laugardagshöll um liðna helgi.
Orkumál ber á góma og enn er ríkisstjórnin í slag við sjálfa sig.
Sigmundur Davíð og Bergþór enda svo á nýjum lið „Alþjóðahorninu“ en það er vægt til orða tekið allt í hers höndum í Bretlandi þessa dagana og ný stjórn tekin við völdum í Svíþjóð.
Sunday Oct 16, 2022
#5 - Sjónvarpslausir fimmtudagar - 16.10.2022
Sunday Oct 16, 2022
Sunday Oct 16, 2022
Talað frá Rwanda
Vikan byrjaði með því að Sigmundur Davíð ræddi innflytjendamál á Sprengisandi Bylgjunnar og Bergþór mætti í Silfrið á RUV og ræddi þau mál ásamt öðrum á vettvangi dagsins.
Síðar þann dag fór Sigmundur Davíð til Rwanda en þá hafði hann fengið yfir sig gusu óvildar frá oddvita Pírata í NV kjördæmi, sem sagði hugmyndir Sigmundar ógeðslegar og að þær bæru vott af hægriöfgahyggju. Menn hafa þvegið munninn á sér með grænsápu af minna tilefni.
Sigmundur og Bergþór ræða útlendingamálin, stöðuna hér heima, hvaða lausnir eru skynsamlegar, afstöðu danskra stjórnvalda og svo auðvitað Rwanda – hvar hlutfall kvenna á þingi er hvað hæst og tekist hefur að byggja upp fyrirmyndarsamfélag á liðnum áratugum. Hvers vegna hatast stuðningsmenn „Open borders“ við þetta Afríkuríki?
Thursday Oct 06, 2022
#4 - Sjónvarpslausir fimmtudagar - 6.10.2022
Thursday Oct 06, 2022
Thursday Oct 06, 2022
Fyrstu flóttamannabúðirnar
Kjördæmaviku er að ljúka. Sigmundur Davíð og Bergþór fara yfir þau mál sem helst brunnu á sveitarstjórnarmönnum á fundum vikunnar, svo sem orkumál, landbúnað, fæðuöryggi, samgöngur, flugvöllinn í Vatnsmýrinni, þjóðlendur og tvískinnung ríkisstjórnarinnar í örkumálum. Hvernig þau mál tengjast raunheimum og hvers er að vænta.
Fjöldi umsókna um alþjóðlega vernd hefur aukist jafnt og þétt. Ríkislögreglustjóri lýsti nýlega yfir hættuástandi á landamærum vegna stöðu móttöku- og búsetuúrræða umsækjenda um alþjóðlega vernd og síðastliðinn miðvikudag bárust fréttir af því að í fyrsta skipta hafi stjórnvöld óskað eftir því við Rauða krossinn að opna fjöldahjálparstöð (flóttamannabúðir) fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd hér á landi.
Útlendingamálin eru krufin og reynt að greina hvað er framundan og hvers er að vænta í þeim efnum.
Thursday Sep 29, 2022
#3 - Sjónvarpslausir fimmtudagar - 29.09.2022
Thursday Sep 29, 2022
Thursday Sep 29, 2022
Stjórnlaus landamæri
Sigmundur Davíð talar frá Kaupmannahöfn þar sem hann er í ferð með þingmannanefnd sem er að kynna sér móttöku flóttamanna í Danmörku og Noregi. Bergþór situr í Vonarstrætinu og fer yfir æfingar vikunnar í þinginu; siðanefndarmál formanns Framsóknarflokksins, harmakvein sveitarfélag vegna umframálags og kostnaðar við samræmdrar móttöku flóttamanna, fjórðu tilraun innviðaráðherra til að leggja af stétt leigubílstjóra eins og við þekkjum hana og tvær þingsályktunartillögur Miðflokksins sem mælt var fyrir í vikunni. Annars vegar þingsályktun um stóreflingu innlendrar matvælaframleiðslu og hins vegar þingsályktun um frjálsa ráðstöfun fæðingarorlofs, en Miðflokkurinn telur foreldrum betur treystandi en hinum opinbera til að ákveða hvað er barni fyrir bestu.