Episodes

Monday Jul 26, 2021
Högni Elfar Gylfason
Monday Jul 26, 2021
Monday Jul 26, 2021
Gestur Miðvarpsins í dag er Högni Elfar Gylfason frá Korná í Skagafirði. Högni er í fimmta sæti á lista Miðflokksins í Norðvesturkjördæmi og er sauðfjárbóndi, vélfræðingur og vélvirkjameistari.
Högni gjörþekkir málefni landbúnaðarins og lætur sig einnig samgöngumál miklu varða en þau hafa lengi verið í miklum ólestri í Norðvesturkjördæmi. Þar hefur viðhaldi malarvega ekki verið sinnt síðan fyrir bankahrun fyrir bráðum þrettán árum.
Högni er mjög gagnrýnin á stöðuna í sauðfjárrækt sem gerir bændum nánast ókleift að lifa af greininni. Þá telur hann að það ríki fákeppni í verslun með matvörur hér landi og innflutningur kjöts hafi skapað ósanngjarna samkeppni við innlenda framleiðendur og valdi óeðlilegum viðskiptaháttum. Það er ástæða til að leggja við hlustir þegar Högni ræðir stöðuna í landbúnaði.

Friday Jul 23, 2021
Vilborg er nýr oddvíti Miðflokksins
Friday Jul 23, 2021
Friday Jul 23, 2021
Gestur Miðvarpsins í dag er Vilborg Þóranna Bergmann Kristjánsdóttir, nýr oddviti Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður. Vilborg Þóranna hefur mikla reynslu sem lögfræðingur, sáttamiðlari og eftir öflugt starf við margvísleg félags- og góðgerðarmál. Vilborg segist ekki óttast áskoranir en hún hefur verið félagi í Miðflokknum frá stofnun eins og margir í hennar fjölskyldu. Hún segist ávallt hafa verið pólitísk og látið sig samfélagsmál varða og þorir að ræða erfið mál. Velferðarmál og málefni barna og unglinga eru henni sérstaklega hugleikin. „Við höfum skyldur gagnvart eldri borgurum,“ segir Vilborg í spjalli við Miðvarpið. Leggið við hlustir, hér er komin nýr og áhugaverður leiðtogi í Miðflokknum.

Friday May 14, 2021
Pólitík í vikulokin - þáttur 8
Friday May 14, 2021
Friday May 14, 2021

Saturday May 08, 2021
Pólitík í vikulokin - þáttur7
Saturday May 08, 2021
Saturday May 08, 2021
Þessa vikuna tók Sigurður Már Jónsson á móti Karli Gauta Hjaltasyni, þingmanni Miðflokksins.
Áhugaverður þáttur þar sem rætt er um skipulagða glæpastarfsemi, skógrækt og margt fleira.

Friday Apr 30, 2021
Pólitík í vikulokin - þáttur 6
Friday Apr 30, 2021
Friday Apr 30, 2021
Sigurður Már ræðir við Önnu Kolbrúnu Árnadóttur um heilbrigðiskerfið, stöðu skimunarmála fyrir leghálskrabbameini, hjúkrunarheimilin og margt fleira.

Friday Apr 23, 2021
Pólitk í vikulokin með Sigurði Má, þáttur5
Friday Apr 23, 2021
Friday Apr 23, 2021
Að þessu sinni tók Sigurður Már á móti Ólafi Ísleifssyni, þingmanni Miðflokksins.
Ekki missa af áhugaverðum þætti þar sem farið er yfir pólitíska sviðið vítt og breitt.

Friday Apr 16, 2021
Pólitík í vikulokin með Sigurði Má, þáttur 4
Friday Apr 16, 2021
Friday Apr 16, 2021
Að þessu sinni tekur Sigurður Már á móti Þorsteini Sæmundssyni, þingmanni Miðflokksins.
Áhugaverður þáttur þar sem margt ber á góma

Friday Apr 09, 2021
Pólitík í vikulokin - þáttur 3
Friday Apr 09, 2021
Friday Apr 09, 2021
Sigurður Már tekur á móti Gunnari Braga, þingmanni Miðflokksins.
Margt ber á góma, alþjóðasamstarf, ESB, Nato, EES og fleira.

Friday Apr 02, 2021
Pólitík í vikulokin - þáttur 2
Friday Apr 02, 2021
Friday Apr 02, 2021
Annar þáttur seríunnar: Pólitík í vikulokin.
Sigurður Már tekur framhaldsviðtal við Sigmund Davíð um stöðuna í pólitíkinni.
Þættirnir verða vikulega og koma inn alla föstudaga.

Friday Mar 26, 2021
Pólitík í vikulokin - Hlaðvarp fyrir fólk sem vill skýr svör!
Friday Mar 26, 2021
Friday Mar 26, 2021
Sigurður Már Jónsson ræðir við Sigmund Davíð Gunnlaugsson formann Miðflokksins