Episodes

Thursday Mar 02, 2023
#21 - Sjónvarpslausir fimmtudagar - 2.3.2023
Thursday Mar 02, 2023
Thursday Mar 02, 2023
Kjaramál, verkföll og verkbann, óvænt þróun mála – Verðbólga – Skattlagning EBS á millilandaflug – Lindarhvoll – Fjárhagsvandi Reykjavíkurborgar – Kostnaðarverðssprengja samgöngusáttmálans – Útlendingamál og litla-útlendingafrumvarpið.
Sigmundur Davíð og Bergþór ræða mál málanna. Óvænt þróun mála á vinnumarkaði og hvað tekur við? Verðbólga í hæstu hæðum og ríki og borg draga vagninn. Stóralvarleg staða hvað varðar áform ESB um að leggja sérstakan „loftslagsskatt“ á flug til og frá Íslandi, sem mun stórskaða flesta þætti íslensks efnahags. Leyndardómar Lindarhvols verða undarlegri dag frá degi. Lánamarkaðurinn lemur Reykjavíkurborg, sem státar af ósjálfbærum rekstri og stjórnlausri skuldasöfnin. Loksins er farið að kalla eftir endurskoðun samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins, þörfin á því blasir við öllum nema innviðaráðherra. Litla-útlendingamálið minnkar enn. Lítið var en búið er. Þetta og margt fleira í SLF þætti þessarar viku.
Njótið!

Thursday Feb 23, 2023
#20 - Sjónvarpslausir fimmtudagar - 23.2.2023
Thursday Feb 23, 2023
Thursday Feb 23, 2023
Kjaramál og kjördæmavika – blikur á lofti í alþjóðaflugi – Lindarhvoll og samgöngusáttmáli höfuðborgarsvæðisins – Sparnaðaráform gjaldþrota Reykjavíkurborgar með lokun Borgarskjalasafns og margt fleira ber á góma.
Sigmundur Davíð og Bergþór ræða mál málanna. Kjaramál og deila SA og Eflingar og þá ótrúlegu stöðu sem þar er að teiknast upp. Grafalvarleg staða er jafnframt að birtast með nýju regluverki Evrópusambandsins, sem verður íslenskum flugrekendum mjög mótdrægt. Áhugi ráðherra og bæjarstjóra í nágrannasveitarfélögum höfuðborgarinnar á að endurskoða samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins er ræddur um leið og meirihlutinn í Reykjavík hafnar slíkum hugmyndum. Kjördæmavikan, þar sem samgöngumál, loftslagsmál, ponzi-votlendissjóðurinn, málefni landbúnaðar og útlendingamál komu ítrekað upp.
Allt þetta og meira til.

Thursday Feb 09, 2023
#19 - Sjónvarpslausir fimmtudagar - Brynjar Níelsson kemur í heimsókn - 9.2.2023
Thursday Feb 09, 2023
Thursday Feb 09, 2023
Útlendingamálið – Rétttrúnaðurinn – Hatursorðræðan – Slaufunarmenningin – Sprenging í ríkisútgjöldum – Vinnumarkaðurinn og fleira.
Sigmundur Davíð og Bergþór fá Brynjar Níelsson í heimsókn og ræða meðal annars útlendingamálið sem nú er komið til þriðju umræðu og útlendingamálin almennt. Áhrif rétttrúnaðarins á samfélagið, yfirvofandi hatursorðræðunámskeið forsætisráðherra og slaufunarmenninguna og áhrif háskólaelítunnar.
Útþensla ríkisútgjalda og Borgarlínubrjálæðið. Hvað er til ráða? Eru útgjöldin orðin endanlega stjórnlaus?
Mikilvægi borgaralegra sjónarmiða og hvað þarf til til að snúa vörn í sókn.
Njótið, eða ærist.

Tuesday Feb 07, 2023
#18 - Sjónvarpslausir fimmtudagar útlendingamál - 7.2.2023
Tuesday Feb 07, 2023
Tuesday Feb 07, 2023
Sérútgáfa – Útlendingamál
Sigmundur Davíð og Bergþór ræða útlendingamál í víðu samhengi í þessum fyrsta sérþætti Sjónvarpslausa fimmtudaga sem fjallar um málaflokkinn, þær hættur sem blasa við og það hvernig best verður á málum haldið.Gríðarleg fjölgun umsókna um alþjóðlega vernd setur þrýsting á öll stöðkerfi velferðarþjónustu. Það á við um menntakerfið, heilbrigðiskerfið, félagslegu kerfin og húsnæðismálin.
Markmiðið hlýtur á endanum að vera að gera vel við þá sem eru í mestri neyð og hjálpa þeim að aðlagast íslensku samfélagi. Núverandi stefna stjórnvalda styður ekki við þá nálgun.
Það þarf að tryggja að umræðan um málaflokkinn sé byggð á staðreyndum en ekki tilfinningum. Stjórnvöld þurf að hafa kjark til að takast á við það risaverkefni sem útlendingamálin eru, um leið og það þarf að vera hægt að ræða þau opinskátt og lausnamiðað.

Friday Feb 03, 2023
#17 - Sjónvarpslausir fimmtudagar - 3.2.2023
Friday Feb 03, 2023
Friday Feb 03, 2023
Samgöngusáttmáli verður dýrari – 650% kostnaðarhækkun – Lindarhvoll og leyndarhyggjan – Litla útlendingamálið – Votlendissjóður – Ráðningastopp Reykjavíkurborgar
Sigmundur Davíð og Bergþór fara yfir helstu mál vikunnar.
Samgöngusáttmáli höfuðborgarsvæðisins hefur nú hækkað í verðmati um 50-60 milljarða og einn verkþáttur um 650% eða 15 milljarða (eina „Þjóðarhöll“).
Stjórnvöld halda áfram leyndarhjúpi yfir greinargerð setts ríkisendurskoðanda vegna Lindarhvols, en nú eru staðreyndir málsins farnar að komast í umræðu eftir aðalmeðferð í héraðsdómi í liðinni viku. Jafnt og þétt þrengir að forseta Alþingis hvað birtingu varðar.
Útlendingamálin hafa undirlagt þingstörfin þessa vikuna og gera það að líkindum eitthvað áfram. Útlendingamál dómsmálaráðherra hefur verið þynnt svo út síðan Sigríður Andersen lagði það fyrst fram að varla er hægt að kalla það annað en „litla útlendingafrumvarpið“. Nokkur orð um það.
Ponzi-Votlendissjóðurinn er ræddur og það hvernig lofslagsmálin eiga það til að leiða fólk (og fyrirtæki) út í mýri.
Krafa umhverfisráðherra um aukna birgðastöðu olíufélaga er kómísk í því ljósi að sami ráðherra vill banna rannsóknir á mögulegum olíuauðlindum innan íslenskrar lögsögu og ríkisstjórnin hefur þegar leitt í lög bann við nýskráningu bifreiða sem ganga fyrir bensíni og díselolíu.
Tilraunir Reykjavíkurborgar til að hætta ónauðsynlegum ráðningum virðast hafa runnið út í sandinn, kjaradeilur, þjóðarhöllin sem enginn veit hver á að borg eða reka, staðsetning nýja Landspítalans og margt fleira ber á góma.
Njótið!

Thursday Jan 26, 2023
#16 - Sjónvarpslausir fimmtudagar - 26.1.2023
Thursday Jan 26, 2023
Thursday Jan 26, 2023
Fyrsti þáttur SLF á nýju ári – Útlendingamál – Sala aflátsbréfa – Slaufun og hatursorðræða
Fyrsta vika þingstarfa, að aflokinni tíðindalítilli nefndaviku, var undirlögð umræðu um útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra.
Eins og SDG lýsti því í framsöguræðu sinni, þá er frumvarpið nú orðið að „litla útlendingafrumvarpinu“ og „það er ekki lagt fram í fyrsta sinn, ekki í annað sinn, ekki þriðja sinn og ekki í fjórða sinn heldur í fimmta sinn; þetta ræksni, þetta útþynnta og örvinglaða frumvarp, þessi svokallaða málamiðlun milli skynsemishyggju og fullkominnar vitleysu, þetta sýnishorn yfirgefinna áforma umvafið afsökunum og kerfisflækjum, þessi uppgjöf.“
Sala aflátsbréfa orkufyrirtækjanna var rædd og sett í samhengi við belgíska tannlækninn sem vill „kolefnisjafna aksturinn á jeppanum sínum“. Fá regluverk kerfisins ganga jafn rækilega gegn yfirlýstum markmiðum sínum og aflátsbréfakerfið. Sigmundur Davíð og Bergþór ræða það og fleira sem tengist lofslagsmálum, svo sem lofslagsráðstefnuna í Egyptalandi, COP27 og það hvernig ályktanir slíkra funda verða til. Það er ekki girnileg pylsuframleiðsla.
Slaufunarmenningin og hatursorðræðunámskeið forsætisráðherra fá sitt pláss og margt fleira ber á góma.

Wednesday Jan 04, 2023
#15 - Sjónvarpslausir fimmtudagar - 3.1.2023
Wednesday Jan 04, 2023
Wednesday Jan 04, 2023
SLF verðlaun ársins í 75 flokkum.
Sigmundur Davíð og Bergþór fara yfir árið 2022 og veita hin árlegu SLF verðlaun, sem mörg hver byggja á kaldhæðni í garð þess sem þau hlýtur.
Af handahófi:
- Sölumaður ársins: Jón Gunnar Jónsson, forstjóri bankasýslunnar.
- Handbók ársins: Handbók Reykjavíkur um vetrarþjónustu.
- Vonbrigði ársins: Útgjaldavöxtur ríkissjóðs undir forystu Sjálfstæðisflokksins.
- Vísindamaður ársins: Loftslagsráðherra fyrir áform um að banna rannsóknir í íslenskri efnahagslögsögu.
- Vinnuveitandi ársins: Reykjavíkurborg fyrir að hugleiða að hætta að ráða ónauðsynlega starfsmenn, fækka leikskólakennurum og fjölga upplýsingafulltrúum.
- Snjómokstursmaður ársins: Einar Þorsteinsson.
Og ótal fleiri verðlaun sem menn munu til langs tíma hafa innrömmuð uppi á vegg á skrifstofum sínum.
Takk fyrir samfylgdina á liðnu ári og gleðilegt nýtt ár!

Sunday Dec 18, 2022
#14 - Sjónvarpslausir fimmtudagar - 18.12.2022
Sunday Dec 18, 2022
Sunday Dec 18, 2022
Haustþingið – Hvað gerðist? Hvað gerðist ekki? Hvaða ráðherra missti boltann oftast í gólfið? Hver er valinn ráðherra haustþingsins?
Sigmundur Davíð og Bergþór taka saman og fara yfir helstu atburði haustþingsins – samantekt sem þessi er ófáanleg annars staðar en í Sjónvarpslausum fimmtudögum.
Fór ríkisstjórnin í sérstakar æfingarbúðir til að undirbúa Íslandsmet sitt í útgjaldaaukningu? Eða er flokkunum fjárausturinn bara eðlislægur?
Stjórnleysi ber á góma, oft: Stjórnleysi í fjárútlátum. Stjórnleysi á landamærunum. Stjórnlaus fjölgun starfsmanna í hluta stjórnarráðsins. Stjórnlausir biðlistar og linnulausar árásir á bændastéttina.
Allt þetta og meira í sérstakri hátíðarútgáfu af Sjónvarpslausum fimmtudögum, beint í viðtæki landsmanna.
Þingflokkur Miðflokksins óskar hlustendum öllum gleðilegra jóla og þakkar samfylgdina á haustþinginu. Við erum rétt að byrja.

Friday Dec 16, 2022
#13 - Sjónvarpslausir fimmtudagar - 16.12.2022
Friday Dec 16, 2022
Friday Dec 16, 2022
Stjórnlaus ríkisútgjöld staðfest í fjárlögum – Hærri gjöld og skattar – Starfsstétt lögð niður – Borgarlínan og samgöngur á höfuðborgarsvæðinu – jóladagatal RUV og stysta HM hornið til þessa.
Ríkisstjórnin setti fimm Íslandsmet hið minnsta með stjórnlausri útgjaldaaukningu ríkissjóðs, framtíðin fær að borga. Gjöld hækka, meðal annars hækkar tiltekinn kostnaður bænda um 173% sem kallar fram 100 milljón króna reikning sem lendir á þröngum rekstri bænda landið um kring.
Nýsamþykkt lög um leigubifreiðaakstur fá sitt pláss, en þar var leigubifreiðastjórum landsins rétt stutta stráið í boði formanns Framsóknarflokksins.
Borgarlínan og takmarkaðar framkvæmdir á stofnbrautum höfuðborgarsvæðisins fá sitt pláss, í samhengi við nýtilkominn áhuga fjármálaráðherra á að fjárfesta verulega í almenningssamgöngum. Verst ef það verður til ógagns.
Jóladagatal RUV og viðbrögð við þáttunum eru rædd undir lok þáttar.
Að endingu bíður HM-Sigmundur upp á stysta HM hornið til þessa.

Thursday Dec 01, 2022
#12 - Sjónvarpslausir fimmtudagar - 1.12.2022
Thursday Dec 01, 2022
Thursday Dec 01, 2022
Fullveldinu fagnað – Útgjaldasprengja í fjárlögum – Útlendingamál -Fyrirvari VG við lögreglufrumvarp dómsmálaráðherra – Pólitíska HM hornið.
Sigmundur óskar landsmönnum til hamingju með afmæli fullveldisins áður en Bergþór tekur til við að gagnrýna sprengingu í útgjöldum ríkissjóðs, sem nú stefna í að aukist um að minnsta kosti 180 milljarða á milli ára. Það er met bæði í milljörðum talið og hlutfallslega. Hvenær missti Sjálfstæðisflokkurinn tökin þegar kemur að ábyrgri fjármálastjórn? Er þetta verðmiði þess að vera með ríkisstjórn svona ólíkra flokka?
Hælisleitendaiðnaðurinn lætur ekki að sér hæða. Nú eru þeir sem mesta hagsmuni hafa af fjölgun þeirra sem hingað koma farnir að tala fyrir því að 5 þúsund umsækjendur um alþjóðlega vernd á ári sé nýja normið. Nýja gólfið. Staðan í þessum málaflokki er orðin stjórnlaus.
Nú hafa Vinstri grænir gert fyrirvara við lögreglufrumvarp dómsmálaráðherra og allt bendir til að afdrif þess máls verði þau sömu og útlendingafrumvarps sama ráðherra.
Í HM-horninu er svo farið í saumana á liðinni viku í Katar, þögn og söng Írana, hrakfarir Belga og furðufréttir íslenskra fjölmiðla af óeirðum þar í landi eftir tap þeirra gegn Marokkó.