Episodes
Thursday Jun 01, 2023
#31 - Sjónvarpslausir fimmtudagar - 1.6.2023
Thursday Jun 01, 2023
Thursday Jun 01, 2023
Þinglok og ósamstæðir stjórnarflokkar – Húsnæðismál og hælisleitendur – Efnahagsmálin og forsætisráðherra – Skerjafjörðurinn og leiktjöld umhverfisráðherra – Umframdauðsföll og sóttvarnarlög – Hatursorðræðan – Bókun 35 – Orðagjálfur í stefnum ráðherra – Síðbúin (eða snemmkomin) samgönguáætlun – Staða einkarekinna fjölmiðla og margt fleira.
Thursday May 18, 2023
#30 - Sjónvarpslausir fimmtudagar - 18.5.2023
Thursday May 18, 2023
Thursday May 18, 2023
Fundur Evrópuráðsþingsins, er farið vel með peninga skattborgara – Magalending stjórnvalda í Fit for 55 og skattlagningu á millilandaflug – Bókun 35 og þróun mála – Umhverfisvæna bensínið sem skemmir eldri bíla – 30 sekúndna þraut – Stóra ruslatunnumálið – Skjólgarðar Reykjavíkurborgar um hælisleitendur – Rishi Sunnak og diss utanríkisráðherra – Flóttamannaflug frá Venesúela í gegnum Madríd – Uppsafnaður halli ríkissjóðs upp á 826 milljarða og margt fleira í stútfullum þætti af Sjónvarpslausum fimmtudögum.
Thursday May 11, 2023
#29 - Sjónvarpslausir fimmtudagar - 11.5.2023
Thursday May 11, 2023
Thursday May 11, 2023
Minningarorð um Önnu Kolbrúnu Árnadóttur – Sala aflátsbréfa og Lalli Johns – Ópíóðafaraldurinn – Framtíð framhaldsskólanna og Kvennaskólinn – Húsnæðismál og fullkominn forsendubrestur – Húsnæðismál hælisleitenda – Glöggt er gests augað, grein Rajan Parrikar í Morgunblaðinu – Evrópuráðsþingið – Þjóðarleiðtogar jet-poola á einkaþotum – Skemmtileg staðreynd vikunnar.
Thursday May 04, 2023
#28 - Sjónvarpslausir fimmtudagar - 4.5.2023
Thursday May 04, 2023
Thursday May 04, 2023
Reykjavíkurflugvöllur í Vatnsmýri og áhrif byggðar í „Nýja-Skerjafirði – Einkaþoturnar og Evrópuráðsfundurinn – Sala aflátsbréfa í uppnámi – Brjálæðisregluverk af færibandinu frá Brussel – Bókun 35 og færibandið í þinginu – Seðlabankastjóri og fjölgun fólks á Íslandi – Sundabraut og undansláttur borgarinnar – Loforð ríkisstjórnar og Þjóðarhöllin sem týndist – Kosningasvik Framsóknar – Kynlífsáróður fyrir börn og fleira.
Sigmundur Davíð og Bergþór fara yfir mál vikunnar.
Thursday Apr 27, 2023
#27 - Sjónvarpslausir fimmtudagar - 27.4.2023
Thursday Apr 27, 2023
Thursday Apr 27, 2023
Bókun 35, ballið byrjar í utanríkismálanefnd – Evrópuráðsþingið, kostnaður og tilgangur? - Orkumál og atvinnustefna - Stjórnlaus staða málefna hælisleitenda – Fíkniefna og glæpafaraldur – Fjármálaáætlun og gagnrýnar umsagnir.
Sigmundur Davíð og Bergþór fara yfir mál vikunnar.
Meðferð utanríkismálanefndar á Bókun 35 vekur undrun. Hvað veldur? Framundan er fundur leiðtoga aðildarríkja Evrópuráðsins, sem haldinn verður í Hörpu, hvert er markmiðið með fundi sem þessum? Opinn fundur í umhverfis- og samgöngunefnd í byrjun viku skilur eftir spurningar sem nauðsynlegt er að svara varðandi hvert stjórnvöld stefna í atvinnumálum. Minni stjórn er á málefnum hælisleitenda eftir því sem mánuðirnir líða, með tilheyrandi áhrifum á velferðarkerfi og húsnæðismarkað. Ópíóðafaraldur og glæpafaraldur leiðast hönd í hönd, skilaboð stjórnvalda eru líklegri til að valda ruglingi en að færa mál til betri vegar. Þetta og margt fleira í stútfullum þætti af Sjónvarpslausum fimmtudögum.
Thursday Apr 20, 2023
#26 - Sjónvarpslausir fimmtudagar - 20.4.2023
Thursday Apr 20, 2023
Thursday Apr 20, 2023
Sumardagurinn fyrsti kallar á SLF – Fjármálaáætlun fyrir 2024-2028, samtal við fagráðherra – Bókun 35, fyrsta umræða – Ástandið í fjármálum Reykjavíkurborgar.
Sigmundur Davíð og Bergþór fara yfir mál málanna.
Fagráðherrar fóru yfir sína málaflokka á mánudag og þriðjudag í tengslum við fjármálaáætlun. Þar bar hæst að íþróttamálaráðherra er búinn að týna nýju þjóðarhöllinni, sem hann er nýbúinn að ramma inn með enn einni viljayfirlýsingunni. Sumir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins segjast vilja fara betur með skattfé, en það gengur illa að skapa stemmingu fyrir slíku veseni. Félags- og vinnumarkaðsráðherra upplýsti að kostnaður vegna samræmdrar móttöku flóttamanna muni aukast um 900 milljónir á næsta ári, frá því sem nú er. Kostnaðarmatið var 40,8 milljónir þegar lögin voru samþykkt!
Utanríkisráðherra mælti fyrir bókun 35 í gær og þingmenn Miðflokksins lögðust með ákveðnum hætti gegn áformum ráðherrans, sem helst virðast ætluð til að gleðja þingflokka Samfylkingar og Viðreisnar.
Það var svo ekki hægt að loka þættinum án þess að segja nokkur orð um fjárhagsstöðu Reykjavíkurborgar. Hún súrnar og súrnar.
Gleðilegt sumar!
Thursday Apr 13, 2023
#25 - Sjónvarpslausir fimmtudagar - 13.4.2023
Thursday Apr 13, 2023
Thursday Apr 13, 2023
Fjármál Reykjavíkurborgar í ólestri – Fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar – Ríkisborgararéttur sem veittur er af Alþingi – Umframdauðsföll – Samvinnuverkefni í samgöngumálum uppi á skeri, plasttappar og margt fleira.
Sigmundur Davíð og Bergþór fara yfir mál málanna.
Helst í fréttum er að fjármál Reykjavíkurborgar eru orðin endanlega ósjálfbær, það vill enginn lána þeim pening og alls ekki þeir sem kaupa skuldabréf á markaði. Umræða um fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar mun halda áfram á mánudag og þriðjudag, útgjöld ríkissjóðs vaxa með stjórnlausum hætti, án þess að fólk finni á eigin skinni bætta þjónustu. Alþingi veitir ríkisborgararétt tvisvar á ári, hið minnsta, þar sem fólk er tekið fram fyrir röðina hjá Útlendingastofnun, nokkur orð um það furðufyrirkomulag. Umframdauðsföll í kjölfar COVID hafa komist í umræðuna. Það er nauðsynlegt að við sem þjóð leyfum okkur að læra af því sem vel var gert og sérstaklega af því sem verr var gert í gegnum heimsfaraldurinn. Þetta og margt fleira í stútfullum þætti.
Sunday Apr 09, 2023
#24 - Sjónvarpslausir fimmtudagar páskaþáttur - 9.4.2023
Sunday Apr 09, 2023
Sunday Apr 09, 2023
Páskaþáttur SLF – Metnaðarlaus fjármálaáætlun. Seðlabankinn og sjálfbærnisérfræðingurinn. Lindarhvoll. Samgöngustofa og týnda skýrslan. Fjölmiðlar og frjáls ráðstöfun útvarpsgjaldsins. Alþjóðaflugið og loftslagsskattar. Bókun 35. Innrætingarfrumvarp forsætisráðherra. Nýtt met í fjölda hælisleitenda. Alþjóðahornið og margt fleira.
Sigmundur Davíð og Bergþór fara yfir mál málanna.
Helst í fréttum er að ríkisstjórnin virðist ætla að skilja Seðlabankann og atvinnulífið ein eftir í baráttunn við verðbólguna. Fjármálaráðuneytið neyddist í vikunni til að breyta fréttatilkynningu um meint bann við birtingu greinargerðar setts ríkisendurskoðanda í Lindarhvolsmálinu. Á sama tíma er innviðaráðherra gert að birta skýrslu um Samgöngustofu frá 2017, sem ráðherrann hafði sett í tætarann á sínum tíma. Íslandsmetið í komu hælisleitenda til landsins var bætt á fyrstu þremur mánuðum ársins og nú yfirbjóða stjórnvöld einstaklinga og fjölskyldur hvað leigu á húsnæði varðar á sama tíma og innviðaráðherra ætlar að innleiða undanþágur sem gera stjórnvöldum mögulegt að hola hælisleitendum niður í atvinnuhúsnæði enda eru þau búin að taka allt það húsnæðis sem er ínáanlegt.
Þetta og margt fleira í stútfullum páskaþætti. Njótið.
Thursday Mar 30, 2023
#23 - Sjónvarpslausir fimmtudagar samgöngumál - 30.3.2023
Thursday Mar 30, 2023
Thursday Mar 30, 2023
Sérútgáfa – Samgöngumál
Sigmundur Davíð og Bergþór ræða samgöngumál.
Samgöngusáttmáli höfuðborgarsvæðisins, Borgarlína, Sundabraut, Reykjavíkurflugvöllur í Vatnsmýrinni, Keflavíkurflugvöllur og tregða höfuðborgarinnar í skipulagsmálum ásamt samningin um framkvæmdastopp á höfuðborgarsvæðinu. Þetta og margt fleira.
Sunday Mar 26, 2023
#22 - Sjónvarpslausir fimmtudagar - 26.3.2023
Sunday Mar 26, 2023
Sunday Mar 26, 2023
Allt er orðið annað hvort stjórnlaust eða sturlað. Bókun 35 við EES samninginn. Grænir flugskattar ESB til höfuðs millilandaflugi. Vextir og verðbólga. Ríkisfjármálin. Útlendingamál. „Uppfærsla“ samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins og atvinnuauglýsingar helgarinnar.
Sigmundur Davíð og Bergþór fara yfir mál málanna. Helst í fréttum er að ríkisstjórnin virðist ætla sér að teppaleggja yfir gildandi innlendan rétt með rétthærri reglum frá Brussel. Enn hefur engin umræða orðið um þetta frumvarp utanríkisráðherra. Grænu flugskattarnir eru ræddir, enda hefur „diss-bréf“ forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins til forsætisráðherra nú verið birt. Ákvarðanir Seðlabanka, vextir og verðbólga fá sitt pláss um leið og ríkisfjármálin, eða öllu heldur stjórnleysi þeirra, er rætt og margt fleira.
Njótið.